Um Jak

JAK ehf. var stofnað árið 1989 af Jóni Karlssyni. 

Þetta er rótgróið fjölskyldufyrirtæki með traustan hóp viðskiptavina í málmiðnaði.

Við þjónustum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar; aðallega járnsmiðjur og verktaka.

JAK flytur inn fjölbreyttar vörur fyrir járniðnaðinn, með sérhæfingu í rafsuðuvélum, rafsuðuvírum, plasmaskurðarvélum, loftpressum, rafstöðvum & slípivörum.

Við seljum eingöngu þrautreynd og traust vörumerki. Má þar nefna mjög stór merki eins og FRONIUS, ESAB-rafsuðuvélar og ESAB rafsuðuvír. HYPERTHERM-plasmaskurðarvélar, BINZEL-suðubarka, MOSA-rafsuður & rafstöðvar.

JAK ehf. er í Dalshrauni 14 í Hafnarfirði.